138. löggjafarþing — 16. fundur,  23. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[14:48]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að nú skuli sjá fyrir endann á lagasetningunni þannig að heimilin megi búast við því að greiðslubyrði þeirra lækki um næstu mánaðamót. Hraðinn sem er á málinu endurspeglar það náttúrlega að verið er að reyna að koma aðgerðum í gegn út af þessum tímasetningum.

Ég vil hins vegar benda á að ég lít á þetta mál sem fyrsta skref. Þetta tekur á greiðsluvandanum, við eigum eftir að taka á skuldavanda heimilanna. Í framhaldinu býst ég við og á von á að farið verði að tillögum okkar sjálfstæðismanna, eins og hefur verið gert að mörgu leyti í þessu máli, og að næsta skref sé að taka á skuldavandanum.

Ég lýsi mig samþykkan málinu.