138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

uppgjör Landsbankans vegna Icesave.

[10:36]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki þá hættu sem hv. þingmaður dregur fram, að hún sé svona mikil eins og hv. þingmaður nefndi. En eins og ég sagði er þarna ákveðin hætta á ferðum og þetta mál er nauðsynlegt að skoða. Við skulum vona að það haldi sem fram hefur komið, að endurheimturnar verði það miklar að við fáum 90% upp í þessar kröfur og ég hef fulla trú á því að það haldi, en það er ástæða til að vera á varðbergi, eins og hv. þingmaður nefnir hér.