138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:04]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vildi blanda mér í þessa umræðu um fundarstjórn forseta vegna þess að ég tek undir með þeim sem hér hafa talað, það er óásættanlegt að ráðherrabekkurinn sé algjörlega auður í hvert einasta sinn sem við erum að ræða þetta mikilvæga mál. Hæstv. fjármálaráðherra hefur eins og hér hefur fram komið sinnt þessu, enda lét ég taka saman til gamans tölfræðina yfir ræður stjórnarliða og ráðherra í þessari umræðu og ég get upplýst ykkur, þingheim, um það að mér til mikillar furðu — en það á svo sem ekki að koma okkur á óvart sem höfum verið hérna fyrir — að í þessu mesta deilumáli síðari tíma, í málinu sem er algjörlega að fara með þingheim, þjóðina og ríkisstjórnina hefur hæstv. forsætisráðherra haldið tvær 15 mínútna ræður (Forseti hringir.) og gert 10 athugasemdir. Sumarþingið er meðtalið. Hæstv. forsætisráðherra hefur (Forseti hringir.) heiðrað okkur úr ræðustól í 42 (Forseti hringir.) heilar mínútur um þetta ágæta mál.