138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

viðvera ráðherra.

[14:47]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi raunar nefna akkúrat þann punkt sem hv. þm. Pétur H. Blöndal kom inn á að í sjálfu sér er ekkert sem rekur á eftir okkur með þetta mál. Þeir sem ráku á eftir því, þ.e. þær þjóðir, þjóðir Evrópusambandsins sérstaklega, og Evrópusambandið sem ætluðu að kúga okkur í því máli hafa lýst því yfir og sýnt fram á að sú kúgun er ekki lengur til staðar. Við munum fá þessi lán ef við þurfum á þeim að halda, þær upplýsingar hafa komið fram þannig að ég hvet hæstv. forseta til að beita sér fyrir því að þær nýju upplýsingar sem hafa komið fram fái efnislega meðferð í fjárlaganefnd og efnahags- og skattanefnd, málið verði tekið út úr þinginu á ný og nefndirnar fjalli um það til að við fáum sem vandaðasta umfjöllun um þetta stóra mál. Þetta er eitt stærsta mál sem hefur komið inn á Alþingi á síðari tímum og við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum, ekki síst í ljósi þess að þessi pressa er ekki lengur. Bæði Norðurlöndin og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sagt að við fáum lán. (Forseti hringir.)