138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:58]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Tímapressan er náttúrlega 30. nóvember, ekki satt? (Gripið fram í.)

Það þarf ekki að segja hv. þingmanni að álit annarra þjóða, hvort sem það eru þjóðir í Evrópusambandinu eða aðrar þjóðir, er ekki mikið á íslensku þjóðinni eftir þessa útreið. Það er því mjög mikilvægt, eins og ég sagði áðan, að Íslendingar vinni að því að endurvekja traust og trúnað annarra þjóða. (Gripið fram í: Við þurfum málsvara.) Við þurfum svo sannarlega að tala máli okkar, hv. þingmaður.