138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:33]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög einfalt. Þetta er rökvilla hjá ríkisstjórninni. Ef þetta eru engar breytingar af hverju er þá verið að breyta lögunum? Þetta er ekkert sérstaklega flókið. (REÁ: Til að gera þá betri.) — Hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir kallar hér, væntanlega í gríni, að það sé til að gera þá betri, en enginn heldur því fram. En þetta er mjög einfalt, ef það eru engar breytingar þá breytum við ekki lögunum.

Forsetinn vísar í fyrirvarana, hvers vegna hann skrifar undir lögin. Ef önnur lög berast honum í hendur, þar sem búið er að taka umrædda fyrirvara út, hlýtur forseti að sleppa því að skrifa undir lögin. Það segir sig sjálft.