138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:29]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég held að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar geti ekki haldið því fram að ekki sé tekið tillit til þeirra. Þeir hafa lýst vilja sínum til að ræða þetta mál út í hörgul og það er þess vegna sem það er samþykkt dag eftir dag að auka við fundartíma, bæta við fundardögum til að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar geti talað eins og þeir vilja. Hins vegar hefur það auðvitað komið fram að þeir hafa engan sérstakan áhuga á því. Þeir setja hér á vaktir þar sem eru tveir og þrír frá hverjum flokki tala, ekki þessi breiði fjöldi sem hefur áhuga á að ræða málin. (Gripið fram í.) Það er ofbeldi (Gripið fram í.) þegar menn standa vaktir bara til að koma í veg fyrir að ríkisstjórn sem er lýðræðislega kjörin, hefur meiri hluta (Gripið fram í.) meðal landsmanna í kosningum, hefur meiri hluta á þingi, nái að koma málum sínum til atkvæðagreiðslu. Við hvað eru þingmenn stjórnarandstöðunnar hræddir? Eru þeir hræddir við lýðræðið? (Gripið fram í.) Eru þeir hræddir við að þingmenn (Gripið fram í.) fái að greiða atkvæði? (Gripið fram í: Icesave-samninginn.) (Gripið fram í: Icesave-samninginn.) Hér er um að ræða skemmdarverk (Forseti hringir.) af hálfu stjórnarandstöðunnar, vonandi þó bara af gáleysi. (Gripið fram í.) Ég hef ekki trú á því að menn séu vísvitandi að reyna að skemma (Forseti hringir.) fyrir (Gripið fram í.) en í pólitískum barnaskap sínum skemma hv. þingmenn (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) eins og Tryggvi Þór Herbertsson (Gripið fram í.) fyrir hag íslensku þjóðarinnar. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um þögn í salnum (Gripið fram í: Á ekki að virða tímamörk núna?) og að virða tímamörk, að sjálfsögðu. )