138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að ræða um stóraukna skatta og stóraukið flækjustig í álagningu skatta og mikið óðagot. Ég tel að íslensk heimili og íslensk fyrirtæki séu ekki í stakk búin til þess, eftir það áfall sem þau hafa orðið fyrir, að greiða aukna skatta á þessum tíma. Ég tel að hér sé verið að fara inn á mjög hættulega braut og menn ættu heldur að skoða aðrar leiðir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á; að skattleggja séreignarsparnaðinn. Ég tel að menn séu komnir hér inn á mjög hættulega braut og ættu heldur að fresta skattlagningu í eitt ár þar til heimilin og fyrirtækin eru í stakk búin til að greiða aukna skatta en þau geta það alls ekki núna. Ég segi nei.