138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[13:14]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir mikilvægi þess að hefja framkvæmdir og undirbúning að byggingu á nýjum spítala mun ég sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Ástæðan er sú að ég tel að staðsetningin sem hefur verið ákveðin og liggur fyrir í þessum tillögum sé ekki sú heppilegasta og það hafi ekki verið færð nægilega sterk rök fyrir því.