138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[13:18]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það er alveg ljóst að samkvæmt þeim tillögum sem meiri hluti stjórnar vill gera hér á þeim drögum að frumvarpi sem hér liggja fyrir munu leiða til þess að halli á ríkissjóði eykst úr 87 milljörðum í 102 og frumjöfnuður versnar sömuleiðis um rúma 18 milljarða. Ég veit ekki hvort flautið hér úti er til þess að mótmæla þessari eftirgjöf í útgjöldum ríkissjóðsins. Sjálfstæðismenn eru andvígir því og hafa boðið stjórnarliðum í þá vegferð að reyna að ná samkomulagi milli umræðna um það að draga úr þessum halla. Ég skora enn og aftur á stjórnarliða að taka því boði. Tekjuhlið þessa rekstraryfirlits samkvæmt 1. grein er mjög óviss, svo ekki sé meira sagt, og við getum ekki samþykkt hana. Við munum segja nei við rekstraryfirlitinu svo breyttu af hálfu stjórnarmeirihlutans.