138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

ummæli sem féllu í umræðum um störf þingsins.

[11:12]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir því að forseti þingsins sjái til þess þegar þingið hefur einungis örfáa daga til ráðstöfunar til að ljúka þeim fjölmörgu málum sem enn eru á dagskrá, þegar upp kemur það mál í fjárlaganefnd í morgun að Ríkisendurskoðun gerir þetta alvarlegar athugasemdir við söluferli bankanna, að störf þingsins næstu daga og í framhaldinu verði með þeim hætti að svigrúm skapist fyrir nefndina til að vanda yfirferð vegna þessara athugasemda. Það þýðir að við getum ekki haldið fundi langt fram á nætur, frá morgni til kvölds, heldur þurfa nefndirnar að fá sitt svigrúm. Það má hins vegar vel vera að það sé satt og rétt sem hæstv. utanríkisráðherra tók fram áðan, að það hafi heppnast jafn vel með þessa einkavæðingu og þá sem hann vísaði til í tilfelli Búnaðarbankans, en það virðist vera fordæmi (Forseti hringir.) sem ríkisstjórnin horfir sérstaklega til í þessu máli.