138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:24]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að hefja andsvar mitt á því áður en hæstv. forseti lemur aftur í bjölluna að biðja hæstv. forseta um að lemja örlítið mildilegar á hana. Maður er kominn með hálfgerðan hlustarverk af þessum óhljóðum og þetta eru ekki góðar vinnuaðstæður þó að maður skreppi eina sekúndu fram yfir leyfilegan tíma.

Varðandi málflutning hv. þm. Önnu Pálu Sverrisdóttur held ég að hv. þingmaður ætti að viðurkenna að verið er að skerða skattleysismörkin frá því sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samdi við aðila vinnumarkaðarins árið 2007 sem nemur því að kjör launafólks skerðast um milljarða króna — og þar með aldraðra og öryrkja. Ef hv. þingmaður heldur því hér fram að kjör stúdenta hafi batnað svona æðislega í tíð Samfylkingarinnar í ríkisstjórn eru það algjör öfugmæli. Það eru miklir erfiðleikar hjá stúdentum í dag — bjallan er eitthvað skrýtin. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Ekki klukkan.)

Já, ekki bjallan, heldur klukkan. Nú á ég 50 sekúndur eftir af ræðu minni.

(Forseti (ÞBack): Hv. þingmaður er búinn með þá einu mínútu sem honum stóð til boða í þessu andsvari.)

Þá þakka ég fyrir.