138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:25]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Birkir Jón Jónsson fór af einlægni og innilegheitum yfir vandlætingu Hagsmunasamtaka heimilanna yfir vinnubrögðum stjórnarflokkanna. (BJJ: Já!) Ég minni hv. þingmann á að stjórnarflokkarnir voru valdir af heimilunum í landinu til að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks (BJJ: Ohh.) og færa samfélagið í átt til jafnréttis og jafnaðar. (BJJ: … margir eftir þessu.) Í átt til réttlætis og jafnaðar, hv. þingmaður, en að af hruninu hlaust mikið eignatjón og lífskjaraskerðing og það þarf að auka skatttekjur. Samfylking og Vinstri græn sem eru vinstri stjórn hafa ákveðið að beita réttlátari aðferðum við tekjuhækkun ríkissjóðs en hingað til til að auka (Forseti hringir.) jöfnuð í samfélaginu út frá (Forseti hringir.) þeirri hugmyndafræði að greiða eftir getu og þiggja eftir þörfum. (Forseti hringir.)