138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:26]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ef ég hef tekið rétt eftir er þetta í þriðja sinn sem framsóknarmenn flytja frávísunartillögur á megintekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Þeir fluttu frávísunartillögu á orku- og umhverfisskatta, á breytingar á óbeinum sköttum og ýmsum aukatekjum og nú flytja þeir frávísunartillögu á megintekjuöflunarfrumvarpið, tekjuskattsfrumvarpið sjálft. Þetta er athyglisvert. Það er sem sagt niðurstaða framsóknarmanna að enga skatta af þessu tagi eigi að leggja á, eða hvað? (Gripið fram í: Talaðu fyrir sjálfan þig.) Ég held að það segi sig sjálft að framganga og málflutningur af þessu tagi í ljósi aðstæðna á Íslandi um þessar mundir dæmi sig algerlega sjálfur. (Gripið fram í: Hlustaðir þú ekki á síðasta ræðumann?) Þetta heitir að vera óábyrg stjórnarandstaða. (Gripið fram í.)