138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

kjararáð.

195. mál
[10:05]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum nú atkvæði um kjararáð, um frystingu á launum æðstu embættismanna ríkisins. Við sjálfstæðismenn leggjum til að þessu frumvarpi verði vísað frá. Við gerum það á þeim forsendum að hér hefur verið gripið gróflega inn í faglegt ferli með þeim afleiðingum að launakerfi ríkisins verður sett úr skorðum. Til vara leggjum við til að frumvarpið gildi einungis um þingmenn og ráðherra en dómarar og aðrir æðstu stjórnendur ríkisins verði látnir í friði. Forsetinn fær alltaf að vera í friði. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á frávísun.