138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[15:26]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er forgangsverkefni stjórnarflokkanna að auka jöfnuð í íslensku samfélagi og hér er stigið mikilvægt skref í þá átt með innleiðingu á þrepaskiptu tekjuskattskerfi eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með því að verja hina lægstlaunuðu fyrir skattahækkunum við þessar erfiðu aðstæður um leið og skattar eru auknir á fjármagnseigendur og dregið úr því óréttlæti sem launafólk hefur búið við í þeim afsláttum sem þeir hafa haft á sköttum í tíð Sjálfstæðisflokksins.