138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:52]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hve mikilvægt er að byggja Landspítala og mun það bæði bæta þjónustuna og lækka rekstrarkostnað. Við vitum hins vegar að undirbúningurinn er ekki sem skyldi. Málið er vanbúið en ég vil ekki gera neitt til þess að hægt sé að hægja á þessu máli sem er þó ekki á þeim hraða sem það ætti að vera. Því miður er meira lagt í skrautsýningar en raunverulega vinnu en aðalatriðið er þó það að við viljum sjá hér heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða og ég hvet þá hv. þingmenn sem styðja þessa ríkisstjórn til að fara yfir þá stefnu sem kemur fram í ríkisfjármálum um heilbrigðismálin. Flatur niðurskurður er versta leiðin sem hægt er að fara í og við munum sjá þjónustuskerðingu og biðlista sem við höfum ekki séð svo árum eða jafnvel áratugum skiptir á næstu missirum ef svona verði haldið áfram. Engin stofnun (Forseti hringir.) fer verr út úr því, virðulegi forseti, en Landspítalinn og ég vil nota þessa atkvæðaskýringu til að hvetja (Forseti hringir.) hv. þingmenn stjórnarliðsins til dáða og að endurskoða stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum.