138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:54]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það hefur verið tekin ákvörðun um að verja menningarsetrin á höfuðborgarsvæðinu, gömul og ný. Samt sem áður er miklu brýnna að verja út í ystu æsar stöðu og styrk Landhelgisgæslu Íslands. Það er engin ástæða til að selja þyrluna sem um er rætt. Það hafa verið lausbeislaðar hugmyndir um að selja það skip sem er í smíðum í Suður-Ameríku, en það er lykilatriði að það komi til starfa á næsta ári eins og reiknað er með. Þess vegna skiptir miklu máli að menn standi saman um að verja Landhelgisgæslu Íslands, vörð Íslands á úthafinu. (VigH: Heyr, heyr.)