138. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[12:22]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Það vakti óneitanlega athygli mína áðan að hér kom hv. stjórnarþingmaður sem tilkynnti að viðkomandi ætlaði að greiða atkvæði með máli þrátt fyrir að hún lýsti því að hún væri mjög andsnúin því. (Gripið fram í.) Þingmaðurinn greiddi því atkvæði gegn sannfæringu sinni. (Gripið fram í.) En ég vildi koma hingað upp til að segja frá því að ég ætli að greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi og ég er andvíg þessu máli.