138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:34]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég er andvíg því að þessu máli verði vísað frá. Ég er þeirrar skoðunar að löggjafinn, Alþingi, eigi að ljúka afgreiðslu Icesave-samningsins áður en ákvörðun er tekin um þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi samningur er einhliða og leggur þungar byrðar á afar skuldsetta þjóð. Ég mun því hafna ríkisábyrgðinni. Ég mun jafnframt greiða atkvæði gegn öllum breytingartillögum því að þær tryggja ekki endanlegar lyktir málsins. Það er þingsins að taka afstöðu til þess sem að þinginu snýr. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að forseti Íslands hljóti að taka alvarlega undirskriftir 36.000 Íslendinga sem þegar hafa óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. [Háreysti frá þingpöllum.]