138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hefur komið hér fram, fá mál hafa fengið jafnmikla umfjöllun og eru líklega jafn vel upplýst í hugum landsmanna. Ég verð að segja, frú forseti, að ræða hins óháða þingmanns sló mig svolítið áðan en mér fannst gæta hæðnistóns gagnvart hinu grafalvarlega máli sem er hér á ferðinni. Þetta er ekki grín og ég held að ef við erum í einhverjum vafa um þetta mál, frú forseti, eigum við að sjálfsögðu að leyfa þjóðinni að kveða upp úr með það hvað henni finnst.

Ég held að hinn sjálfskipaði lýðræðisflokkur, Samfylkingin, ætti að leggjast á sveif með okkur hinum og segja já við því að þjóðin, sem þessum ágæta flokki er svo tamt að tala um, fái að segja sitt álit. Ég segi já.