138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hótanir og ofbeldi hafa fylgt Icesave frá byrjun hrunsins. Uppgjöf fyrir og nauðung af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins hafa fylgt þessu sömuleiðis. Það var dapurlegur dagur þegar hæstv. fjármálaráðherra skrifaði undir samninginn 5. júní 2009, þennan hræðilega samning, en það var smágleði sem fylgdi því að samþykkja lögin í haust sem tóku fyrir mestu áhættuna af samningnum. En það var sömuleiðis dapurlegur dagur þegar hæstv. fjármálaráðherra samdi við Breta og Hollendinga um breytingar á íslenskum lögum 19. október.

Eftir það hafa flokksræði og hótanir fylgt þessu máli. Það er talað um frostavetur og sá eini sem vill koma ríkisstjórninni frá er hæstv. forsætisráðherra sem hótar stöðugt að segja af sér. Hótanir og ofbeldi fylgja Icesave sem sagt áfram. (Forseti hringir.) Ég segi nei, nei, NEI.