138. löggjafarþing — 68. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[18:20]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil spyrja hv. formann allsherjarnefndar hvort nefndin hafi rætt á fundi sínum í dag tilmæli forseta Íslands um að stjórnmálamenn og þar með taldir þingmenn stígi til hliðar í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu og gefi þjóðinni ráðrúm til að móta upplýsta skoðun sína á málinu. Ég óttast nefnilega að það gerist nákvæmlega það sem hv. þm. Pétur H. Blöndal vakti máls á að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla muni ganga út á allt annað en Icesave og snúast m.a. um líf ríkisstjórnarinnar og jafnvel pólitískt líf einstakra persóna.

Herra forseti. Þjóðin er mjög óánægð með frammistöðu okkar þingmanna á Alþingi og krefst þess m.a. að við hættum því áróðurs- og hatursstríði sem hefur geisað hér síðustu sjö mánuði.