138. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2010.

skerðing skatttekna vegna gengistaps fyrirtækja.

[15:34]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Ég þakka hæstv. viðskipta- og efnahagsráðherra fyrir hreinskilið svar, eins langt og það náði, en ég vil nota tækifærið og hvetja ráðherra til að beita sér fyrir leiðréttingu á þeim forsendubresti sem hefur skollið á lántakendum, ekki síst núna þegar við bíðum niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána, og losa þar með um a.m.k. hluta þeirra klakabanda sem stökkbreyttar skuldir fyrirtækja halda efnahagslífinu í. Það mundi auka neyslu og hjálpa til við að koma hjólum atvinnulífsins í gang.