138. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2010.

kostnaður vegna starfa erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum.

264. mál
[15:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Almennt leiðast mér útúrsnúningar og ég ætla þess vegna ekki að eyða tíma mínum í að tala um þau orð sem hv. þm. Eygló Harðardóttir hafði um að ég væri ekki á móti erlendum manni. Ég er það alls ekki.

Ég vil að það komi fram við þessa umræðu, og ég var að varpa ljósi á það í fyrirspurn minni, að ég tel svolítinn greinarmun á því hvort þingflokkar hér inni á þingi geti, án þess að fá samþykki fyrir því hjá þinginu, Seðlabanka eða einhvers staðar annars staðar, ákveðið að skipa útlendinga — fólk, þótt það væru Íslendingar sem byggju í Suður-Afríku eða hvar sem er þar sem miklu hærri ferðakostnaður fylgir en fyrir t.d. fólk sem býr á Austfjörðum. Ég vil bara leggja áherslu á þetta. Ég vil taka undir orð ráðherrans að spurning mín (Forseti hringir.) var ekki til þess og mér dettur ekki í hug að varpa rýrð á störf þessa fólks.