138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

sekt vegna óskoðaðra bifreiða.

[11:04]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil bara ítreka það sem kom fram í mínu fyrra svari. Ég tel að vel sé staðið að málum hjá sýslumannsembættinu, en ég er alveg sammála hv. þingmanni um það leiðarljós, auðvitað á að liðsinna fólki eins vel og unnt er. Ég tel að sýslumannsembættið geri það nú þegar en það má auðvitað taka það til athugunar hvort hægt sé að láta fólk vita í ríkari mæli en nú er. Því þakka ég fyrirspurnina.