138. löggjafarþing — 91. fundur,  15. mars 2010.

greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

446. mál
[16:27]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það ber svo við að ég fer í andsvar. Það gæti verið, eins og hv. þingmaður minntist á áðan, vegna þess að ég væri farinn að misskilja stöðuna. En ég hjó eftir einu merkilegu í máli hv. þingmanns og það er að það eru náttúrlega ótal mörg fyrirtæki sem standa í skilum. Síðan eru önnur fyrirtæki, kannski í sömu atvinnugrein, sem ekki hafa staðið í skilum með vörsluskatta og geta þar af leiðandi nýtt sér þetta úrræði. Þá kemur upp sú spurning: Mun það ekki geta skekkt samkeppnisstöðu ef það fjármagn sem þau geta fengið að láni er vaxtalaust? Önnur fyrirtæki sem hafa staðið í skilum þurfa að borga 15–20% vexti eins og vextir eru núna á Íslandi. Mun þetta ekki geta skekkt samkeppnisstöðuna þeim fyrirtækjum sem verið hafa í vanskilum í vil?