138. löggjafarþing — 93. fundur,  16. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[19:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvari fyrir svarið. Ég þóttist vita að það yrði á þessa lund en mér var ofboðið og ég sagði það áðan. Mér var ofboðið og mér er ofboðið vegna þess að auglýsingarnar ganga út á það. Ef maður setur þetta í samhengi við málið og auglýsingarnar er mér algerlega ofboðið, því að því er blákalt haldið fram að stjórnin stefni að því að leggja landsbyggðina í rúst. Þarna eru auglýsingar sem sýna auðn, strönduð skip, kross á strönd, depurð og sorg. Ég harma þetta sérstaklega.