138. löggjafarþing — 105. fundur,  14. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[14:33]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er brýnt að við hnikum til og ýtum þessum málum áfram. Við erum kannski stödd í því núna að gleðjast af feginleik yfir því að skýrslan skuli vera það stórmerka plagg sem hún er, það tímamótaverk í sögu íslensks lýðveldis og lýðræðis, að við horfumst kannski ekki í augu við það að víða er andstaða við breytingar þrátt fyrir allt og það þarf líka að hafa í huga.

Talandi um reynslusögur er það þannig að það trúir manni ekki nokkur maður þegar sagðar eru — ég segi nú ekki sögur, en þegar almennum kjósanda er gerð grein fyrir því hvernig ríkisstjórn Íslands starfar, hvernig það virkar. Ég hef stundum kallað það best geymda leyndarmál á Íslandi. Þannig einmitt verða valdakerfi stundum sem hugsa um það eitt (Forseti hringir.) að halda sjálfum sér við.