138. löggjafarþing — 117. fundur,  30. apr. 2010.

mat á umhverfisáhrifum.

514. mál
[16:39]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við deilum þeim sjónarmiðum sem hér komu fram í andsvari þingmannsins. Það er afar mikilvægt, eins og kom fram í máli hennar, að ráðherra komi sjónarmiðum strax á framfæri, hvort um lengdan frest verði að ræða eða ekki. Það er mikilvægt fyrir réttaröryggi þeirra sem að málinu koma.

Þetta snýst um einfaldan hlut í raun og veru, þetta snýst um einlægan vilja til þess að löggjöfin sé raunhæf.