138. löggjafarþing — 117. fundur,  30. apr. 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[16:51]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla í upphafi að játa að ég er ekki sérfræðingur í erfðabreyttum lífverum og vil þá kannski biðjast afsökunar á spurningu minni ef hún hljómar ekki mjög greindarleg.

Í fyrra ræddum við þetta sama mál, lög um erfðabreyttar lífverur. Hæstv. ráðherra sagði að brýnt væri að innleiða tilskipun Evrópusambandsins og þá er fyrsta spurningin: Höfum við ekki innleitt þetta áður? Hvaða lög hafa þá gilt hér?

Ég vil líka spyrja hvort við séum að ganga lengra en Evróputilskipunin eða hvort þetta frumvarp sé í samræmi við það sem þar er.

Ég vil síðan biðja hæstv. ráðherra að fara í þau atriði sem mesta umræðan og kannski ágreiningur varð um í fyrra frumvarpi, hvort tekið sé á þeim hér, hvort þau séu til umfjöllunar eða hvort hér sé verið að fjalla um önnur atriði.