138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:42]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Allt orkar tvímælis. Stjórnmálamenn þurfa að taka af skarið. Stjórnmálamönnum ber að mínu mati að elska fólkið meira en landið þótt hvort tveggja sé mikilvægt. Fólk sem er atvinnulaust á undir högg að sækja. Það er launalaust og það er í miklum vandræðum. Þess vegna verður að taka ákvörðun og ég styð þessa tillögu.