138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Alþingi verður að hafa styrk. Alþingi verður að hafa siðferðilegan styrk til að standast hótanir utan úr samfélaginu. Alþingi verður að breyta rétt eftir hrunið.

Það liggur fyrir tillaga að vísa þessu máli aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Ég segi já við því vegna eðlis þess máls sem liggur fyrir.