138. löggjafarþing — 124. fundur,  17. maí 2010.

Bjargráðasjóður og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

616. mál
[16:20]
Horfa

Frsm. sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég get ekki fullyrt um það hvort þeir sem hafa kosið að vera utan gæðastýringar falla undir þetta en ég vil bara ítreka að það eru komin upp fleiri tilefni í tengslum við nokkur hamfarasvæði, m.a. varðandi sauðfjárbændur sem þurfa hugsanlega að flytja fé sitt út fyrir varnarlínur. Þá þarf að slátra því fé að hausti. Það er atriði sem er til skoðunar. Hins vegar er líka til skoðunar að tryggja bændum land annars staðar ef það fæst ekki með frjálsum samningum, og ýmis önnur atriði. Ég get sagt við hv. þm. Pétur Blöndal að sá þáttur málsins sem hann gerir hér að umtalsefni og spyr um mun koma til skoðunar í tengslum við það.