138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:10]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er verið að ræða stórfelldar ívilnanir og skattafslætti til Björgólfs Thors Björgólfssonar útrásarvíkings með meiru, mannsins sem hefur sennilega borið meira fé á þingmenn en nokkur annar í Íslandssögunni. Hér eru ræddar ívilnanir og skattálögur sem eru [Kliður í þingsal.] framseljanlegar að fullu til þriðja aðila. (Gripið fram í.) Og það er annað mál, þær eru framseljanlegar til þriðja aðila, hann getur snúið við með þær á morgun og selt þær með hagnaði.

Ég tel að Alþingi hafi aldrei í sögunni lagst eins lágt og þarna. Það er verið að þjóna einhverju hlutverki sem er algjörlega óskiljanlegt og þingmönnum og stjórnmálaflokkum á Íslandi til vansa. Þetta er þýfi útrásarvíkinga sem maðurinn hefur borið á þingmenn og nú er verið að endurgreiða honum með ívilnunum. Það er ömurlegt að verða vitni að þessu, ekki síst þegar haft er í huga að síðar í dag á að reyna að breiða yfir það með þingsályktunartillögu um aðild að spillingarsáttmála (Forseti hringir.) Sameinuðu þjóðanna. (Forseti hringir.) Þetta er alveg ógeðslegt. (Gripið fram í.)