138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:32]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Það hefur verið von mín að eftir hrunið gæti Ísland staðið siðferðislega jafnfætis nágrannaþjóðunum. Það kemur skýrt fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar hvað olli hruninu. Þetta mál er prófsteinn á það. Íslendingar geta ekki tileinkað sér siðferðisleg vinnubrögð eða siðferðisleg viðmið. Það er dapurlegt að horfa upp á hvernig þetta fer. Þetta er sorgardagur fyrir Alþingi Íslendinga að það skuli afhenda ívilnanir til Björgólfs Thors Björgólfssonar. Íslendingar munu lesa um það í heimspressunni í kvöld hvað er eiginlega að á Íslandi. Það vekur forundran úti um allan heim að þetta skuli ganga yfir, en þetta er val Alþingis. Verði Íslandi að góðu. Til hamingju, Ísland. Ég segi nei.