138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

lengd þingfundar.

[11:15]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það vakir svo sannarlega ekki fyrir mér að fara í hártoganir um tillögu hæstv. forseta. Þó vil ég fá úr þessu skorið vegna þess að hæstv. forseti fór vel af stað þegar hún túlkaði það svo að kvöldfundir væru á kvöldin en þegar hæstv. forseti sagði að kvöldfundir væru um kvöld og inn í nóttina varð ég eilítið ringluð á þessu öllu saman. Ég óska þess vegna eftir að forseti staðfesti þann skilning minn að við séum að veita heimild, ég óska ekkert sérstaklega eftir því að um það verði greidd atkvæði ef það er réttur skilningur að við séum að veita heimild, án mikillar mótspyrnu, til þess að þingfundir geti staðið allt til miðnættis.