138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[12:36]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í morgun fór fram ráðstefna um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera, sem ég veit að hæstv. fjármálaráðherra sótti og flutti framsöguerindi á. Ég tók jafnframt þátt í pallborði á þeirri ráðstefnu og í þeim bæklingi sem Samtök atvinnulífsins voru að gefa út eru margar mjög gagnlegar ábendingar.

Lokamarkmiðið með þeim hugmyndum sem við erum að ræða er auðvitað jákvætt og gott en það er verklagið sem er ófullkomið, þ.e. aðdragandi málsins sem lýsir sér m.a. í því að eftir að málið er komið til þingsins segir framkvæmdarvaldið við okkur: Við ætlum að halda áfram samráði í sumar. Þá spyr ég einfaldlega: Hvar er málið eiginlega statt? Hver fer með forræði málsins? Ætlar ríkisstjórnin sem sagt að halda forræði málsins eftir að hafa lagt fram frumvarp um það á þinginu?

Það er þetta verklag, þingið hefur það hlutverk að setja lög og veita ríkisstjórninni aðhald, en (Forseti hringir.) samspil þingsins og framkvæmdarvaldsins er allt í tómu rugli hér.