138. löggjafarþing — 145. fundur,  16. júní 2010.

vatnalög.

675. mál
[17:26]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Frú forseti. Þegar gildistöku vatnalaganna frá 2006 var frestað var skipuð vatnalaganefnd sem skilaði af sér þessari skýrslu. Ég sat í þeirri nefnd. Í niðurstöðu nefndarinnar segir:

„Í þessu sambandi minnir nefndin á þann löggjafarvilja að baki samþykkt vatnalaganna nr. 20/2006 að ekki yrði um að ræða breytingu á inntaki réttinda landeigenda frá núgildandi rétti.“

Eins og áður segir virðist almenn samstaða um málið. Þetta sýnir að niðurstaða nefndarinnar var sú að með nýju lögunum frá 2006 væri ekki verið að breyta réttarstöðu vatnsréttarhafa frá árinu 1923. Það var tillaga okkar í nefndinni að gildistöku vatnalaga yrði frestað þar til endurskoðun hefði farið fram og frumvarpið lagt fram. Það var ekki gert með frumvarpi um afnám vatnalaganna. Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að afnema þau og ætlar að uppfylla þá þverpólitísku sátt sem við komumst að í nefndinni (Forseti hringir.) góðu heilli. Við hljótum að fagna því.