138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[16:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Skýrslan sem við erum með hér og að taka aftur til umfjöllunar er að mörgu leyti merkilegt plagg og sú þingsályktunartillaga sem kemur út úr henni. Það er mikilvægt að einhenda sér í þá vinnu að breyta hér löggjöf og bæta stjórnsýsluna eins og rætt er um í tillögunum. Þingflokkur framsóknarmanna mun styðja þessa tillögu heils hugar.