138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:02]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Þessi atkvæðagreiðsla virðist ætla að fara eins og sumir óttuðust en enginn þorði að trúa í rauninni að gæti gerst, að þingheimur ætlaði sér að láta fyrrverandi hæstv. forsætisráðherra, Geir H. Haarde, sitja einan uppi með ákæru yfir höfði sér vegna efnahagshrunsins. Og við sem höfum fylgst með þessari atkvæðagreiðslu höfum horft upp á suma hv. þingmenn Samfylkingarinnar greiða atkvæði eftir flokkspólitískum skírteinum en ekki eftir efnislegum ástæðum. Það er auðvitað freistandi, mundu margir hugsa, að vilja taka þátt í þeim pólitíska leik, en það er okkur ekki heimilt að gera sem förum með ákæruvald yfir þessu fólki, að draga fólk fyrir dóm fyrir það í hvaða stjórnmálaflokki það stendur. Ég mun ekki gera það gagnvart Björgvini G. Sigurðssyni, jafnvel þótt hann sé ekki flokksbróðir minn, vegna þess að hann á það ekki skilið, ekki frekar en þeir einstaklingar sem við höfum greitt atkvæði um í dag. Ég segi nei.