139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

þingsköp Alþingis.

6. mál
[11:50]
Horfa

Flm. (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ef hv. þingmaður Pétur Blöndal hefði hlustað eftir ákveðnum rökum hér áðan þá kom ég því á framfæri að eðlilegt væri að samhliða þessum breytingum yrðu gerðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðunnar, formennsku í nefndum og því komið þannig fyrir að auðveldara væri að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.

Af því hv. þingmaður nefnir Icesave-málið sérstaklega í sambandi við nýja kerfið sem kannski kemst á með nýjum þingsköpum þá hefðu þingmenn getað náð því fram að málið hefði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var það mikil andstaða við málið hér inni. Ég held að það (Forseti hringir.) liggi í hlutarins eðli að það hefði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu, hefðu menn talið að það væri að fara í gegn. (Gripið fram í.)