139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:22]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Sem framsóknarmaður sem borðar bláber langar mig til að freista þess að bera klæði á vopnin og minna á það, ef fólk skyldi hafa gleymt því, að það mun auðvitað fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta stóra mál, aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mér er mjög í mun sem lýðræðissinna að sú þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þegar allar upplýsingar liggja fyrir og þegar viðræðuferlinu er lokið. Ég vona að sú staðreynd að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram geti gert það að verkum að þeir sem tala hvað ákafast fyrir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari áður fram um sama efni geti andað rólega.