139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

húsnæðismál.

100. mál
[14:05]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek þeirri hvatningu sem hér er flutt af hv. þingmanni. Sú hvatning á ekki síður að fara til hv. félags- og tryggingamálanefndar sem tekur málið til skoðunar og þá verða menn auðvitað að ganga eftir því og við skulum reyna að vinna að því í sameiningu að tryggja þau meginmarkmið sem hér eru. Það er búseta og það er sanngjörn leiga.

Félög sem hafa m.a. verið á vegum borgarinnar og námsmannahreyfingarinnar hafa séð um umsýslu með eignum og það sem vakti fyrir Íbúðalánasjóði var í raun að vera ekki að búa til nýtt batterí við hliðina á þessum batteríum þar sem sérþekkingin er. Það var það sem ég var að reyna að skýra út.

Mér heyrist meginmarkmiðin hjá hv. þingmanni vera ljós og við deilum þeirri skoðun að þau eru aðalatriðið.