139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2010.

93. mál
[14:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér stöndum við á Alþingi Íslendinga að ræða mál sem var tekið fram fyrir önnur mál sem liggja fyrir þinginu. Þetta mál var sett á dagskrá þingsins með afbrigðum, svo áríðandi er málið. Ég fór fram á það í morgun og í gærkvöldi að þjóðaratkvæðagreiðslufrumvarpið færi á dagskrá en við því var ekki orðið vegna þess að það hafði svo hátt númer. Nú vill svo til að þetta mál hefur hærra númer.

Úr því að ríkisstjórnin hefur þessa forgangsröðun, að ræða um friðarverðlaunahafa Nóbels árið 2010, í stað þess að ræða málefni heimilanna og fjölskyldnanna í landinu, þá er það vel, sýnir jafnvel skort á málefnum á dagskrá þingsins. Því vil ég spyrja hv. flutningsmann þessarar tillögu: Sér hann ekkert athugavert við þessa forgangsröðun hjá löggjafanum, að vera að ræða þessi mál á meðan ekki er verið að hjálpa heimilum og fjölskyldum í landinu?