139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[16:04]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það vekur óneitanlega athygli að við ræðum efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokks á þingi og það er ansi fámennt á ráðherrabekkjunum. Ég hefði haldið í ljósi alls tals um samráð og þess að við eigum að vinna saman og móta tillögur í sameiningu, að það væri viðhlítandi að ráðherrar ríkisstjórnarinnar sæju sóma sinn í því að koma og hlýða á málflutning okkar og taka jafnvel þátt í umræðum. Ég óska eftir því við virðulegan forseta að hún kanni hvort ekki sé einhver ráðherra — ég hefði haldið að það væri jafnvel hollt fyrir hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra að koma og eiga við okkur orðastað um þessar tillögur og fá viðbrögð þeirra við þeim.