139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

99. mál
[17:34]
Horfa

Arndís Soffía Sigurðardóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir veitt svör. Ég vek athygli á því að sveitarstjórnarkosningar ættu líka að geta fallið þarna undir. Það er einungis talað um almennar kosningar í ákvæðinu þannig að þær ættu líka að geta fallið þarna undir.

Ég tel hyggilegt að við höfum skýrar línur eins og þingmaðurinn sagði að þyrfti að vera í þessum efnum. Hér er um almennt heimildarákvæði að ræða. Ég tel að það geti ekki verið opið í annan endann.