139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

302. mál
[16:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir yfirferðina yfir málið. Þetta eru að mestu leyti tæknilegar breytingar. Mér finnst þetta reyndar dálítið seint fram komið, þetta er löngu vitað og hefði mátt koma fram miklu fyrr vegna þeirra starfsmanna sem við þetta vinna hjá ráðuneytum og annars staðar. Allar þær reglugerðir sem þarf að gera hefði mátt vinna í meiri ró og meira næði en akkúrat yfir jólin.

Nokkrum atriðum er breytt og þar er kannski sérstaklega 27. gr., samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Í þessu frumvarpi er verið að breyta þar ákveðnu máli, og fleiri breytingar hafa áhrif á starfsemi ráðuneyta. Mér finnst þetta mjög seint fram komið og ekki bera vott um góða verkstjórn.