139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[20:51]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Mér finnast þetta vissulega ill tíðindi. Og hvers vegna skyldi það nú vera? Það er vegna þess að eins og hv. formaður umhverfisnefndar, Mörður Árnason, nefndi áðan liggur nokkuð við að ljúka þeim málum sem hér eru nr. 3 og 4 á dagskrá og hafa reyndar verið framar á dagskrám allra þeirra funda sem hafa verið haldnir í dag. Það liggur á vegna gildistöku laga um skipulagsmál sem eiga að taka gildi 1. janúar nk.

Hv. umhverfisnefnd hefur lagt mikla vinnu í þessi mál og í góðri samvinnu og þess vegna skil ég ekki þessa afstöðu því að það er samkomulag um málið. Með því að hv. þm. Birgir Ármannsson er nú genginn hér í salinn, en hann á einmitt sæti í hv. umhverfisnefnd og hefur komið að vinnu þessa máls, langar mig til að spyrja hann um afstöðu hans til þessarar stöðu.