139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

atvinnumál á Suðurnesjum.

[10:46]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er eitt að veita leyfi til reksturs á almennum flugvélum, það er annað þegar um er að ræða herflugvélar. (Gripið fram í.) Þar gilda allt aðrar reglur, þar hafa Íslendingar (Gripið fram í.) enga reynslu. Hér gjamma menn fram í af talsverðri (Gripið fram í.) vanþekkingu, heyri ég. Það er ekki bara úr mínum munni sem menn hafa heyrt varnaðarorð hvað þetta snertir, heldur vil ég vísa í rannsókn frá Flugmálastjórn sem með yfirveguðum hætti hefur tjáð sig um þetta mál. Upplýsingar þar að lútandi er að finna á vef samgönguráðuneytisins.

Ég er meira en tilbúinn til að taka málefnalega umræðu um þetta mál. (Gripið fram í.) Ég ítreka að það er mín niðurstaða eftir yfirvegaða athugun að þetta sé ekki gott ráð. (Forseti hringir.) Þetta stefnir einmitt atvinnuhagsmunum Íslendinga í tvísýnu (Gripið fram í.) á þessu sviði.